Sveinbjörn Markús Njálsson

Ég er búsettur í Hafnarfirði frá 1999, kvæntur Guðbjörgu Vésteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra og eigum við þrjú börn og tvö barnabörn.
Ég er menntaður grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands 1980. Hóf að loknu námi kennslu í Borgarnesi 1980. Fluttum heim að Hólum í Hjaltadal, Skagafirði 1982 og bjuggum þar til 1989. þar starfaði ég sem grunnskólakennari jafnframt því að hafa umsjón með skóræktarstarfi á staðnum. Starfaði sem aðstoðar-skólastjóri á Dalvík 1989 - 1997 og á Akureyri 1997 -1999. Starfa sem skólastjóri við Álftanesskóla á Álftanesi.
Ég hef tekið virkan þátt í félags- og stéttarfélagsmálum,
var m.a. í stjórn Verkalýðsfélagsins Harðar sunnan Skarðsheiðar og síðar í stjórnum svæðafélaga og fulltrúaráði Kennarasambands Íslands, verið formaður Ungmennasambands Skagafjarðar í fimm ár og formaður Alþýðubandalags Borgarness og nærsveita tvö ár.
Samhliða starfi hef ég skrifað fræðslurit um tré og runna í íslenskum skógum og kennsluefni um sama efni. Ég er félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Skólamál hafa bæði verið starf mitt og áhugamál.

Í starfi mínu sem skólastjóri gefst tækifæri til að taka þátt í mótun og uppbyggingu skólasamfélags. Samskipti og samstarf mitt við starfssvið félags-, tómstunda- og íþróttamála sem og lögreglu hafa opnað nýjar leiðir til samþættingar og samspils þessara málaflokka og hvernig með samstilltu átaki er hægt að flytja fjöll.
Að fæðast og alast upp í sveit gerir hvern mann nær sjálfkrafa að einstaklingi sem ber virðingu fyrir náttúrunni og samspili manns og náttúru. Þannig hef ég bæði í starfi og leik verið og er ræktunarmaður.

Ég legg mikla áherslu á virka þátttöku í lýðræðisstarfi og umræðu. Uppeldi til ábyrgðar og uppbygging sjálfsaga er hverjum og einum mikilvæg í samfélagi nútímans og ekki síður framtíðarinnar. Lýðræðisleg umræða og siðferði í samskiptum milli manna og mannsins við náttúruna eru og verða mínar áherslur.

Um bloggið

Sveinbjörn Markús Njálsson

Fræðslu- og umhverfismál

Höfundur

Sveinbjörn Markús Njálsson
Sveinbjörn Markús Njálsson
Ég er Sveinbjörn Markús Njálsson og er fæddur 6. október 1954 að Vestri- Leirárgörðum í Leirársveit, Borgarfirði og sjötti í röð 10 systkina. Foreldrar mínir eru Fríða Þorsteinsdóttir og Njáll Markússon sem er látinn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband